Verkefni :S

 Akureyri 19 Sept. '07
Skólinn of langur
 
          Kæru Lesendur!
 
 
                          Því miður er skólinn á allt of vitlausum tíma
að mér finnst. Krakkarnir þurfa meiri svefn! Svo er sumarfríið
ekki nógu langt! Krakkar eiga allir rétt á sínum tíma þeir eiga
skilið að fá lengri svefn og tíma fyrir sjálft sig. Þeir eru enn
krakkar og eiga miklu meiri erfiðleika að vakna en allir fullorðnir.
Krakkar á aldrinum 11 og til 15 eiga mjög erfitt með að sofna
snemma og sumir af þeim taka það að sofna snemma mikla
niðurlægingu! Krakkar þurfa allavegana 10 tíma í að sofa
en hvernig er það hægt ef þeir þurfa að vakna klukkan 7.
Þeir geta allavegana ekki farið of snemma að sofa því oft
er margt að gera á kvöldin t.d. undirbúa sig fyrir skólann.
Svo er skólinn oft orðinn mjög langur m.a. stundum til klukkan
16:00 eða þannig, eðlilegt eða hvað?? Nei það er svo sannarlega ekki.
 
 
                         Krakkarnir eru framtíðin en ekki vilja þeir allir muna
eftir barnæskunni sem skóli og aftur skóla. Auðvitað veit ég að krakkar
þurfa menntun en svona snemma kannski ekki. Ríkið ætti að
stytta skólann og láta hann byrja seinna en klukkan 8!
Líka 6 ára krakkar eru frekar of ungt til að fara í skólann, þeim finnst
mjög erfitt að læra því þetta er of stór breyting fyrir svona unga krakka!
Ég styð krakka auðvitað en allavegana styð ég nám líka en samt
leyfa krökkunum að sofa. Margir segja að fólk lærir betur á morgnana
en það er ekki satt það eru margir sem einfaldlega sofna því þeir fá ekki
nægannsvefn! Líka veit ég að oft eru eldri krakkarnir með mikla stæla
fyrir yngri krakkana og þeim finnst það frekar erfitt!
 
Verið þið sæl.
 
ATH ég veit að skólinn er mikil vægur svo ég meina ekkert út í öfgar með þessu.
 
 
Vá var að gera verkefni hérna ofan fyrir skólann bara að vita hvað fólki finnst er þetta gott
eða ekki?? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skólinn er líka dagheimili...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 06:18

2 Smámynd: Arna Rut Sveinsdóttir

Hahaha já giska á það x]]

Arna Rut Sveinsdóttir, 20.9.2007 kl. 15:01

3 Smámynd: Halla Rut

Komdu sæl Arna Rut.  Það sýnir þroska að þú hafir skoðanir á þessu. Lífið er ekki bara menntun þótt að margir segi svo vera en hún er nauðsynleg til að komast vel af í nútíma samfélagi.  Notaðu tímann vel sem þú ert ekki í skóla fyrir sjálfa þig og áhugamál þín. Nýttu tímann jafn vel sem þú ert í skólanum til að læra eitthvað af viti.

Bestu kveðjur til þín.

Halla Rut. 

Halla Rut , 1.10.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Halla Rut

Svo er gott fyrir mömmu þína að vita að þú sért í skólanum á daginn en ekki að þvælast um bæinn eins og rófulaus hundur .

Halla Rut , 1.10.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Arna Rut Sveinsdóttir

:)

Arna Rut Sveinsdóttir, 21.10.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband